Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Allar flugleiðir til Íslands gætu lokast um mánaðamótin

21.03.2020 - 23:31
Guðlaugar Þór Þórðarson utanríkisráðherra í viðtalið við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur
 Mynd: RÚV
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að huga að heimkomu hið allra fyrsta ætli þeir til Íslands á annað borð, þar sem hætta sé á að allar flugleiðir til landsins verði lokaðar um mánaðamótin næstu. Ástæðan er barátta stjórnvalda hérlendis sem erlendis gegn útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19 heimsfaraldrinum.

Uppfært: Vegna ábendingar er rétt að taka fram að Íslendingar geta alltaf snúið heim svo lengi sem farþegaflug er í boði.

Utanríkisráðuneytið birtir skilaboð frá ráðherranum á Facebooksíðu sinni. Þar hvetur Guðlaugur Þór Íslendinga sem hyggja á heimferð frá útlöndum að snúa heim strax, skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustu ráðuneytisins og hafa beint samband ef þeir verða strandaglópar. „Um mánaðamótin gætu allar flugleiðir hafa lokast,“ segir ráðherrann. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV