Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Alfreð Clausen varla framseldur

19.03.2015 - 17:33
Mynd með færslu
 Mynd: Saksóknari San Bernardino sýsl
Ekkert erindi hefur borist íslenskum stjórnvöldum, hvorki innanríkisráðuneyti né ríkislögreglustjóra frá Bandaríkjunum vegna Alfreðs Clausen, sem sakaður er um stófelld fjársvik þar vestra.

Alfreð er hér á landi, en ákæra á hendur honum var gefin út þar, eftir að hann fór hingað til lands. Ekki er vitað hvort bandarísk stjórnvöld reyna að fá hann framseldan, en sérstakur framsalssamningur er ekki í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna.

Þess munu ekki dæmi að íslenskur ríkisborgari hafi verið framseldur til til Bandaríkjanna, vegna brots sem þar voru framin.

Broddi Broddason
Fréttastofa RÚV
hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV