Aladín, Amy Winehouse, Grease og Katie Melua

Mynd með færslu
 Mynd: Gettu betur

Aladín, Amy Winehouse, Grease og Katie Melua

06.03.2020 - 20:23
Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli íslands mættust í Gettu betur í kvöld. Í síðustu viku bar Borgarholtsskóli sigurorð af Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Milli spurninga buðu skólarnir upp á skemmtiatriði.

Verzlunarskóli Íslands
Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands sýndi atriði úr uppsetningu leikfélags skólans “Alladín og töfralampinn”. Söngkonan er Ísold Ylfa Schweitz.

Mynd: Gettu betur / Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík
Sigríður Halla Eiríksdóttir syngur lagið Nine Million Bicycles.

Mynd: Gettu betur / Gettu betur

Borgarholtsskóli
Borgarholtsskóli flutti lagið Einn í bílabíó úr uppsetningu leikfélagsins Apollo á verkinu Grease í leikstjórn Hrafns Hilmarssonar.
Fram komu: Ísak Óli Borgarsson, Kara Rós Kristinsdóttir, Sara Lind Magnúsdóttir, Sveinbjörn Skúli Óðinsson, Orri Már Arnarson, Margrét Helga Jónsdóttir, Fanney Ágústa Sigurðardóttir og Embla Sif.

Mynd: Gettu betur / Gettu betur

Fjölbrautaskólinn við Ármúla
„Tónsmiðja“ – tónlistaráfangi FÁ undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur flutti lagið Back to black eftir Amy Winehouse.
Fram komu: Andrea Ýr Björnsdóttir, Alex Ford, Tamara Milenkovic, Anna Zhu Ragnarsdóttir, Kristófer Máni Olgeirsson, Darri Ibsen, Deivids Romans Melnikovs og Guðmundur Elí Jóhannsson.

Mynd: Gettu betur / Gettu betur