Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ákvörðun Eldum rétt kom á óvart segir Viðar

06.07.2019 - 13:35
Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson / RÚV
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir komið sér á óvart að Eldum rétt hafnaði sáttatilboði félagsins vegna máls er varðar fjóra menn sem fyrirtækið leigði til starfa frá starfsmannaleiguna Menn í vinnu.

Þrjú önnur fyrirtæki auk Eldum rétt fengu slíkar kröfur og tóku því segir Viðar. Eðlilegt hafi verið að bjóða Eldum rétt sátt á nýjan leik og að þar með hefði verið fallið frá kröfu og stefnu á hendur fyrirtækinu. Þar sem fyrirtækið hafi ekki samþykkt boð Eflingar verði stefnan ekki dregin til baka.

Í yfirlýsingum forsvarsmanna Eldum rétt hafi mátt skynja iðrun vegna framgöngu þess í málinu og rangar ákvarðanir teknar. Viðar segir þó að vísbendingar hafi verið í yfirlýsingum fyrirtækisins um að það myndi ekki taka tilboðinu, bent hafi verið á aðra og gefið í skyn að Vinnumálastofnun bæri ábyrgð á málinu. Fyrirtækið hafi með þessu reynt að firra sig ábyrgð.

Ekki náðist í Kristófer Júlíus Leifsson framkvæmdastjóra Eldum rétt við vinnslu fréttarinnar.