Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ákæra gefin út í hnífsstungumáli á Austurvelli

02.03.2018 - 16:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ákæra var gefin út í dag á hendur ungum íslenskum karlmanni fyrir að hafa orðið albönskum karlmanni að bana á Austurvelli í byrjun desember í fyrra. Þetta kemur fram í svari frá embætti héraðssaksóknara við fyrirspurn frá fréttastofu. Manninum hefur ekki verið birt ákæran formlega.

Klevis Sula, sem var tvítugur Albani, lést af stungusárum aðfaranótt 8. desember, viku eftir árásina. Sá sem nú hefur verið ákærður hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði fyrir atlöguna gegn Klevis og félaga hans. Sá hlaut minni áverka.