Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Agung jós ösku yfir níu þorp

25.05.2019 - 03:56
epa06214740 Mount Agung is seen during sunrise from nearby village in Karangasem, Bali, Indonesia, 20 September 2017. The Center for Vulcanology and Geological Hazard Mitigation (PVMBG) raised the status of Mount Agung from Level II (Alert) to Level III
Agung-fjall á Balí. Mynd: EPA-EFE - EPA
Öskuský af völdum eldgoss í fjallinu Agung á Bali varð til þess að flugi til og frá indónesísku eyjunni var aflýst um tíma. Almannavarnir í Indónesíu segja eldgosið hafa staðið stutt yfir, eða aðeins í um fjórar og hálfa mínútu. Það jós hins vegar ösku og hrauni yfir svæði sem náði yfir um þriggja kílómetra radíus frá fjallinu.

Aska féll yfir níu þorp í nágrenni fjallsins, en almannavarnir telja ekki ástæðu til þess að hækka viðbúnaðarstig á eyjunni. Samkæmt núgildandi stigi er fólki ekki óhætt að vera innan fjögurra kílómetra frá Agung fjalli.

Eftir rúmlega hálfrar aldar dvala frá stóru gosi árið 1963 varð Agung aftur virkt árið 2017.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir