Áfram skelfur í Grindavík - skjálfti upp á 3,2 í morgun

25.03.2020 - 10:30
Mynd með færslu
 Mynd: Alma Ómarsdóttir
Áfram skelfur jörð í Grindavík. Skömmu fyrir tíu í morgun varð þar skjálfti upp á 3,2 og varð hans vart í bæjarfélaginu. Fram kemur á Facebook-síðu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra að nokkur skjálftavirkni hafi verið þar síðustu viku í tengslum við landris á svæðinu. Á vef Veðurstofunnar kemur fram á skjálftinn hafi verið uppá 3,2. Óvissustig vegna landriss er enn í gildi.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi