Áfram búist við rafmagnstruflunum næstu daga og vikur

16.02.2020 - 10:06
Mynd með færslu
 Mynd: Mynd: Guðmundur Bergkvist
Viðgerðir vegna skemmda sem urðu á dreifikerfi rafmagns í óveðrinu síðustu daga munu standa yfir næstu daga og vikur. Á meðan má búst við rafmagnstruflunum, bæði vegna þess að kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma vegna viðgerða.

Í tilkynningu á vef RARIKs kemur fram að allir ættu að vera með rafmagn á Suðurlandi á nú, fyrir utan nokkur sumarhús, en sums staðar er rafmagni dreift með varaafli.

Í Sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi