Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Aflið fær 18 milljóna framlag frá ríkinu

26.11.2019 - 15:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Akureyri fær 18 milljóna króna framlag frá ríkinu á næsta ári til að standa straum af síauknum umsvifum. Samningurinn tryggir áframhaldandi starfsemi út árið 2020.

Starfsemi Aflsins, felst í faglegri ráðgjöf og stuðningi við þolendur. Samtökin voru stofnuð 2002 og eykst starfsemin ár frá ári. Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, fagnar samningnum en segir mikilvægt að koma starfsemi samtakanna inn á fjárlög.

„Án samningsins myndum við ekki geta rekið samtökin"

„Með þessum samningi erum við að ná að halda uppi rekstri samtakanna, grunnþjónustunni sem við veitum. Þannig að án samningsins myndum við ekki geta rekið samtökin."

En væri ekki vænlegra að fá þá samning til fleiri ára í senn, til þess að tryggja framtíð félagsins?

„Jú og það er það sem við höfum verið að reyna, síðustu ár. Að komast inn á föst fjárlög, til þess að getað eytt orkunni í annað. Það fer mikil vinna í þetta, að gera svona árs samning"