Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Afhentu 8.000 undirskriftir gegn brottvísun Maní

18.02.2020 - 12:14
Mynd með færslu
Frá mótmælunum í dag. Mynd: Sólveig Klara Ragnarsdóttir - RÚV
Í kringum 100 manns eru nú saman komin við dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu til að mótmæla brottvísun 17 ára íranska trans stráksins Maní og fjölskyldu hans sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi.

Mótmælendur afhentu fulltrúa dómsmálaráðuneytisins um 8.000 undirskriftir í mótmælaskyni við það að fjölskyldunni verði vísað úr landi. Sami listi verður síðan afhentur í forsætisráðuneytinu. Fjölskyldan kom hingað til lands fyrir um ári en leitaði fyrst hælis í Portúgal og til stendur að senda þau aftur þangað.

Það átti að vísa þeim úr landi í gærmorgun en á sunnudagskvöld var Maní lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna alvarlegrar vanheilsu. Hann óttast um afdrif sín verði honum vísað úr landi.

Mynd með færslu
 Mynd: Sólveig Klara Ragnarsdóttir - RÚV