Að sjálfsögðu var ég að deyja

Mynd: RÚV / RÚV

Að sjálfsögðu var ég að deyja

26.09.2019 - 12:52
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir upplifði sitt fyrsta kvíðakast í bíó. Þá hélt hún að hún væri að deyja og að kvíði væri bara stress fyrir próf en ekki eitthvað sem gæti bara komið upp úr þurru.

„Fyrsta harkalega kvíðakastið sem ég fékk var á fyrsta árinu í háskólanámi,“ segir Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, samfélagsmiðlastjóri UN Women. Hún hafði á þeim tíma verið frekar lífshrædd og í hvert skipti sem hún fékk skrítna tilfinningu í líkamann hélt hún að hún væri að deyja. 

Eitt kvöldið var hún svo í bíó, gat ekki kyngt gosinu sínu, hjartslátturinn varð hraðari og hún varð sannfærð um að hún væri að deyja. Á með þetta allt gekk á hitti hún svo hjúkrunarfræðing sem sagði henni að hún væri að fá kvíðakast.

„Ég hafði bara aldrei heyrt neitt jafn heimskulegt á ævi minni, að sjálfsögðu var ég að deyja. Kvíði er bara eitthvað sem maður fær þegar maður er stressaður fyrir próf.“

Hver er munurinn á kvíða og kvíðaröskun? Eru virkilega allir að glíma við kvíða? Steiney og Sara kanna einkenni, áhættu og afleiðingar kvíðaröskunar í öðrum þætti Heilabrota sem sýndur er í kvöld. Þær ræða við sérfræðinga um lausnir, hjálpa yfirmanni sínum að komast yfir lyftu-fælni og hitta nokkra frambærilega kvíðasjúklinga.

Annar þáttur Heilabrota fjallar um kvíða, þú getur horft á brot úr í þættinum í spilaranum hér fyrir ofan en hann er á dagskrá RÚV klukkan 20:05 í kvöld.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

„Þetta er ennþá tabú“