Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Að kála COVID-19 án þess að kyrkja hagkerfið

05.03.2020 - 17:32
epa08272680 A Yemeni doctor demonstrates how he wears a protective face mask during a medical training to deal with detection of patients with the COVID-19 coronavirus symptoms, at a newly setup coronavirus quarantine ward of a hospital in Sanaa, Yemen, 05 March 2020.  The World Health Organization (WHO) and the World Food Programme (WFP) have recently set tup a coronavirus quarantine ward at the Sheikh Zayed hospital in the Yemeni capital Sanaa, preparing to deal with detection of patients with coronavirus symptoms as the coronavirus spreads in neighboring Gulf states. No cases of the coronavirus have been recorded in Yemen, according to WHO.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nú þegar heimurinn er að átta sig á að COVID-19 veiran verður hugsanlega á kreiki fram eftir árinu er spurningin hvernig eigi að bregðast við efnahagsáhrifunum. Ýmsir bera aðstæður saman við fjármálahremmingarnar 2008 en áhrifin nú eru tæplega sambærileg þar sem þær hremmingar voru takmarkaðar við fjármálageirann. Veiruáhrifin er víðtækari og meiri kröfur um opinberar aðgerðir.

Seðlabankar hafa ekki plásturinn á COVID-19 meiddið

Það er víða þessi trú að seðlabankar hafi plásturinn á öll meiddin í hagskerfinu. Bandaríski seðlabankinn lækkaði vexti til að bregðast við mögulegum áhrifum COVID-19 veirunnar. Sama hefur ástralski seðlabankinn gert. En, eftir lækkunina hnykkti Jerome Powell seðlabankastjóri Bandaríkjanna á að vaxtalækkun dregur ekki úr smithraða. Áhrif bankans aðeins takmörkuð í veiruefnum.

Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Bandaríski seðlabankinn

Ríkisstjórnir þurfa að grípa til sinna ráða

Í leiðara New York Times eftir vaxtalækkunina sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar skiptu mestu. Hið fyrsta væri að tryggja að veirupróf séu til og endilega að þau væru ókeypis. Þetta síðasta, ókeypis próf, er stórmál í Bandaríkjunum þar sem heilbrigðisþjónusta er dýr.

Samlíking við fjármálahremmingarnar 2008 eru misvísandi

Í síðustu viku, þegar veiruvandinn fór að blasa við Vesturlöndum, var því víða slegið upp að efnahagsáfallið nú gæti orðið mun verra en fjármálahremmingarnar 2008. En þetta gæti verið frekar marklítil samlíking. Vandinn 2008 var hræðsla banka við að lána af því það vantaði yfirsýn hvar möguleg útlánatöp leyndust. Þá eru sígild ráð að seðlabankar lækki vexti og/eða auki lausafé í umferð til að ýta undir útlán og umsvif. Núna eru aðstæður all nokkru flóknari.

epa08168537 An ambulance runs on an empty bridge in Wuhan, Hubei province, China, 26 January 2020 (issued 27 January 2020). According to media reports, Wuhan is widely considered as the origin point of the coronavirus outbreak. The virus outbreak has so far killed at least 56 people with around 2,000 infected, mostly in China.  EPA-EFE/YUAN ZHENG CHINA OUT
Afar fáir eru á ferli í Wuhan í Kína eftir að ferðabanni til og frá borginni var lýst yfir. Mynd: EPA-EFE - FeatureChina
Aðgerðir stjórnvalda til að hemja útbreiðslu veirunnar hafa breytt Wuhan í draugaborg.

Tvenns konar vandi: virðiskeðjur og hegðun fólks

Í stórum dráttum blasir nú við tvenns konar efnahagsvandi: annað er að virðiskeðjur rofna, það er framleiðsla í einu landi er háð vörum frá öðru landi. Eitt dæmið er að bílaframleiðendur hér í Bretlandi fá ekki vörur frá Kína af því verksmiðjur þar hafa lokað.

Hitt er vandinn sem sprettur af því að fólk er eða verður lítið sem ekkert á ferðinni, hvort sem eru lengri ferðalög eða mannamót í nærumhverfinu á veitingastöðum og víðar. Einhverjir væru kannski í sóttkví eða veikir, flestir eru einfaldlega óviljugir að vera á ferðinni, vilja ekki eiga á hættu að smitast.

Augljós veiruáhrif á ferðaþjónustu – og hugsanlega tvöfalt högg á hverjum stað

Látum virðiskeðjur liggja milli hluta. Lítum á áhrif þess að fólk hreyfir sig ekki. Áhrif á ferðaþjónustu eru auðsæ. Flugbókanir eru í lágmarki á heimsvísu og það hefur áhrif á gistibókanir. Veirufaraldurinn gæti skapað þær sérstöku aðstæður að fólk er ekki aðeins óviljugra að ferðast heldur eru heimamenn á hverjum stað óviljugri að fara út á meðal fólks, sem er þá eiginlega tvöfalt högg fyrir hvern stað, einkum ferðamannastaði.

Greinar sem finna mjög fyrir samdrætti vegna veirufaraldursins eru ljóslega flugfélög, hótel og aðrir gististaðir, en einnig veitinga- og kaffihús, kvikmyndahús og leikhús, líka verslanir af ýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt.

Íslenskur vandi: ferðaþjónustan er ung grein

Skarpur samdráttur ferðaþjónustu á Íslandi gæti vissulega verið högg. Líka af því hvað mörg fyrirtæki í þeirri grein eru ung að árum. Hafa ekki sama fjárhagslega borð fyrir báru og gróin fyrirtæki. Sama gildir annars staðar – það mun skipta í tvö horn um áhrifin, hvort fyrirtæki hafa bolmagn til að taka höggi eða ekki.

Mynd með færslu
 Mynd:
Veiran og aðgerðir gegn henni hafa áhrif á ferðaþjónustuna.

Opinberar aðgerðir – en hvaða aðgerðir?

Stjórnir á Vesturlöndum hafa flestar lýst því yfir að þær vilji styðja við viðskiptalífið í veirukröggum. Evrópusambandið leggur til rúmlega 230 milljónir evra. En eitt er að finna fé, annað er hvernig það gagnist sem best.

Flókin stað – veiruáhrifin geta verið dropinn sem fyllir mælinn

Breska FlyBe flugfélagið er nú farið í þrot, meðal annars vegna veirufaraldursins. En já, félagið hefur hökt undanfarin misseri, fjárfestar búnir að bjarga því einu sinni. Á ríkið að hjálpa fyrirtækjum, sem þegar standa höllum fæti af öðrum ástæðum?

Nei, tæplega, er svarið sem heyrist víða. En samt, nú eru nokkrir staðir í Bretlandi að mestu án flugsamgangna. Breiðari aðgerðir hafa verið ræddar eins og tímabundin lækkun söluskatts. Einnig að fyrirtæki geti dreift sköttum og skyldum yfir lengri tíma en nú er.

Bresk yfirvöld, af fyrsta á annað stig

Bresk yfirvöld eru nú að færast á stig tvö í baráttunni gegn veirufaraldrinum. Fyrsta stigið, að einangra veirusmit, er ekki að takast. Viðleitni til einangrunar ekki hætt en meiri áhersla lögð á að tefja smitið. Ein ábendingin er að sem flestir fái að vinna heiman frá þar sem því verður viðkomið án þess það séu nein fyrirmæli.

Hörðum aðgerðum veifað, en ekki framkvæmdar

Veirufréttirnar fylla hér alla fjölmiðla en þó enn nóg af fólki á ferli hér í höfuðborginni. Fólk fer enn í leikhús og bíó, út að borða, að hitta mann og annan. Eftir að stjórnin veifaði harkalegum ráðstöfunum eins og að loka skólum er það ekki nefnt, í bili. Þarna stendur hnífurinn í kúnni – það er snúið að freista þess að kála COVID-19 veirufaraldrinum án þess að kyrkja hagkerfið í leiðinni.