Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Achtung Baby, Rolling Stones og alls konar

Mynd með færslu
 Mynd: Amazon.com - RÚV

Achtung Baby, Rolling Stones og alls konar

21.06.2019 - 10:10

Höfundar

Það er enginn gestur í Füzz að þessu sinni en plata þáttarins er Achtung Baby sem er sjöunda hljóðversplata U2 og ein af þeirra allra bestu. Sumir vilja meina að Actung Baby sé síðasta góða plata U2 en því eru harðir aðdáendur sveitarinnar alls ekki sammála.

Upptökustjórar Achtung Baby sem kom út 18. nóvember 1991 eru þeir Daniel Lanois og Brian Eno sem hafa verið viðriðnir flestar plötur U2. Næsta plata á undan Achtung Baby er kvikmyndaplatan Rattle and Hum sem fékk vægast sagt ekki góða dóma. Með það í huga var Achtung Baby gerð og ákveðið að halda inn á aðrar og meira nýmóðins brautir. Blúsað og lífrænt rokkið á Rattle and Hum víkur fyrir áhrifum frá alternative-rokki, industrial tónum og rafrænni dansmúsík.

Achtung Baby er dökk plata og drungaleg, og innávið. Það voru ekki allir aðdáendur hrifnir af henni þegar hún kom út. Sumir skildu bara ekkert hvað hljómsveitin þeirra var að fara með þessari plötu. Henni var svo fylgt eftir með einhverjum svakalegasta tónleikatúr sem þekkst hafði þá, og sviðið sem sveitin spilaði á og ferðaðist með um heiminn var eins konar fjölmiðlasirkus, þar sem risaskjáir og allskonar tæknibrellur voru notaðar til að krydda upplifun tónleikagesta.

Sveitin sótti innblástur í nýsameinað Þýskaland á þessum tíma og Achtung Baby var tekin upp að hluta í Hansa studios í Berlín. Upptökur hófust í Berlín í október 1990 og það hafði oftast gengið betur hjá U2 að taka upp en þarna á þessum tíma. Liðsmenn sveitarinnar voru ekki sammála um hvert skyldi stefna og um gæði þess sem þeir voru að búa til. Hljómsveitin var við það að liðast í sundur segir sagan þegar lagið One varð til og í kjölfarið lagaðist andrúmsloftið og upptökur gengur betur þegar sveitin var komin til Dublin þar sem platan var kláruð.

Achtung Baby þykir enn þann dag í dag ein af bestu plötum U2 og hún er ein af þeim sem hafa selst hve best. Hún fékk líka frábæra dóma þegar hún kom út og náði til dæmis toppsæti vinsældalista um allan heim, þar á meðal í Bandaríkjunum. Fimm lög af plötunni voru gefin út á smáskífum og öll gerðu þau góða hluti á vinsældalistum heimsins. Þetta eru lög eins og One, Mysterious Ways og The Fly. Platan hefur selst í átján milljónum eintaka síðan hún kom út og sveitin hlaut Grammy verðlaun fyrir hana árið 1993 í flokknum Best Rock Performance by a Duo or Group with Vocal. 

Achtung Baby þykir ein besta plata rokksögunnar. Fáum svo A+B með Rolling Stones en það eru engin óskalög í kvöld.

Tengdar fréttir

Tónlist

Jón Bjarni Solstice - Radiohead og Beatles

Tónlist

Sigga Lund - Springsteen og Clash

Tónlist

Bogi Ágústsson - Led Zeppelin og R.E.M.

Tónlist

Þorleifur Gaukur - AC/DC og Kiss