Minnst 17 létu lífið í skriðum og flóðum í Nepal í gær og ellefu týndu lífinu við svipaðar aðstæður í norðausturhéruðum Indlands. Monsúnrigningar geisa í Nepal og á norðanverðu Indlandi og gegndarlaust úrhelli síðustu sólarhringa hefur valdið flóðum, aur- og grjótskriðum víða á þessu svæði. Í Nepal er ástandið slæmt um land allt og auk þeirra sautján sem fórust er minnst sjö saknað og jafnmargir eru slasaðir.