Á lista yfir bestu tónleika ársins í Danmörku

Mynd með færslu
 Mynd: Ólafur Páll Gunnarsson

Á lista yfir bestu tónleika ársins í Danmörku

18.12.2019 - 12:18

Höfundar

Rappetturnar í Reykjavíkurdætrum hafa troðið upp víðsvegar um Evrópu undanfarið og spýttu þær meðal annars rímum sínum á tónleikahátíðinni Musik i Lejet síðasta sumar í Danmörku. Í síðustu viku birti tónlistartímaritið Bands of tomorrow lista yfir þá bestu á árinu þar í landi og tónleikar Dætranna þangað inn um nöfn á borð við Lizzo og Janelle Monae.

Tónlistartímaritið Bands of tomorrow birti lista sinn í síðustu viku.

Plata frá Reykjavíkurdætrum eða Daughters of Reykjavik eins og þær kalla sig nú er væntanleg í apríl á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem þær rappa bæði á íslenska og enska tungu. Fyrsta smáskífan af plötunni er komin út á streymisveitum og nefnist hún Sweets.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Verðum alltaf Reykjavíkurdætur á Íslandi“

Tónlist

Þeir sem segja ljóta hluti hafa ekki hlustað