Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Á áttunda þúsund smitaðir á Ítalíu

08.03.2020 - 18:57
epa08278441 Sampdoria players line up before the Italian Serie A soccer match UC Sampdoria vs Hellas Verona FC at Luigi Ferraris stadium in Genoa, Italy, 08 March 2020. Italian Serie A matches are played without spectators over the COVID-19 coronavirus threat.  EPA-EFE/SIMONE ARVEDA
Leikmenn Sampdoria stilla sér upp fyrir leik við Hellas Verona í dag. Engum áhorfendum var hleypt inn á völlinn. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Ítalía er orðið það land á eftir Kína þar sem útbreiðsla COVID-19 er mest. Síðdegis var búið að greina 7.375 með veikina á Ítalíu, 62 fleiri en í Suður-Kóreu. Mun fleiri dauðsföll hafa orðið af völdum veikinnar á Ítalíu en í Suður-Kóreu, 366 samanborið við 48. Sem fyrr hafa langflestir smitast í Kína, 80.695, en þar hefur hægt mjög á útbreiðslu veikinnar. 3.097 hafa látist í Kína af völdum veikinnar.

Þeim sem látast af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað mjög á Ítalíu. Þeir voru orðnir 366 í dag. Langbarðaland hefur orðið verst út. Héraðið er eitt þeirra landsvæða á Norður-Ítalíu þar sem stjórnvöld hafa sett á ferðabann. Sextán milljónir búa á þeim svæðum.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV