Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

800 metra ísgöng og kapella í Langjökli

03.06.2014 - 16:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Átta hundruð metra löng ísgöng og hellar með veitingasölu, kapellu og sýningarsal, verða opnuð í Langjökli á næsta ári. Jarðvísindamaður segir að göngin verði öruggari en flestir íshellar.

Framkvæmdir hófust í vor, en undirbúningur árið 2010. Búið er að grafa um 40 metra inn í Langjökul og Forsvarsmenn fyrirtækisins Icecave áætla að að frá með næsta nári fari árlega 25 til 30 þúsund ferðamenn niður í jökulinn, um 30 metra undir yfirborðið.

Áætlað er að fyrstu gestirnir fari ofan í Ísgöngin í maí á næsta ári. Þeir munu sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tugi metra dýpi í jöklinum. Þar sem jökullinn er sífellt á hreyfingu þarf sífellt að breyta göngunum og talið er að þau endist í um áratug.

Göngin verða upplýst og þar er gert ráð fyrir bar með veitingasöluog kapellu. Brúðkaup inni í íslenskum jökli, er því ekki svo fjarlægur veruleiki. En er það ekki hættulegt að fara langt ofan í jökulinn á sama tíma og hann hopar hratt?

Nei, segir Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og ráðgjafi verkefnisins. „Við erum í 1250 metra hæð með þessa holu, þessi göng og þar er rýrnunin hæg, hún er minnst  þar uppi, kannski mæld í tugum sentimetra á ári og svo kemur það á móti að göngin eru öll að síga, jökullinn er allur á ferð frá efstu hæðum út til jaðranna, þannig að því leitinu til er þetta gáfulegasti staðurinn og mun betri en þessi ísgöng sem eru til víða í heiminu sem eru í jöðrum jökla.

Hitastig inn í göngunum verður núll tim fimm gráður. Alls þarf að grafa um 7000 rúmmetra af ís með sérútbúnum tækjum og er fyrirtækið komin með öll tilskilin leyfi. „Er þetta ekki mörg hundruð milljóna króna fjárfesting? Jú þetta er dýr fjárfesting, kostnaðaráætlun hljóðar upp á 200-300 milljónir,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Icecave.