80 ár frá því hildarleikur hófst

01.09.2019 - 14:14
Mynd með færslu
 Mynd: forseti.is
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid voru í dag við alþjóðlega minningarathöfn um upphaf seinna stríðs í Varsjá, höfuðborg Póllands. Hann birti í dag yfirlýsingu þar sem minnst er einna skelfilegustu viðburða í sögu mannkyns. Það sé við hæfi að koma saman í Póllandi; pólska þjóðin sé meðal þeirra sem urðu verst úti í styrjöldinni.

Segir Guðni  að það sé gömul saga og ný að stríðsæsingamenn ali á ótta og illsku tortryggni og andúð. Misnoti ættjarðarást og afflytji þjóðrækni svo úr verði þjóðremba og hatur, þar séu víti til að varast. Aldrei megi gleima helförinni  gegn gyðingum og útrýmingarherferðum nasista. 
Ennfremur að að saga liðins tíma verði aldrei sögð í eitt skipti fyrir öll. En engum megi líðast að afneita glæpum gegn mannkyni. Og enginn megi einoka frásagnir fortíðar eða bregða hulu yfir þær, hvorki stjórnvöld né stjórnmálaöfl. 
 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi