Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

62 lík flóttafólks dregin úr Miðjarðarhafinu

26.07.2019 - 21:00
A body of a drowned migrant is seen on a coast some 100 kilometers (60 miles) east of Tripoli, Libya, Thursday, July 25, 2019. The U.N. refugee agency and the International Rescue Committee say up to 150 may have perished at sea off the coast of Libya. The country's coast guard says the Europe-bound migrants are missing and feared drowned after the boats they were traveling on capsized in the Mediterranean Sea. A spokesman says they rescued around 137 migrants on Thursday. (AP Photo/Hazem Ahmed)
Lík eins hinna drukknuðu flóttamanna í líkpoka á Líbíuströnd, um 100 kílómetra austur af Trípólí Mynd: AP
Óttast er að um 150 hafi drukknað þegar bátur með flóttafólk á leið til Evrópu, sökk undan Líbíuströnd í gær. Rauði Krossinn í Líbíu segir að 62 lík hafi verið dregin úr sjónum nú degi eftir að báturinn sökk. Talið er þetta sé mannskæðasta slys af þessu tagi í Miðjarðarhafinu það sem af er ári.

Þessu greinir fréttastofan AFP frá. 

Báturinn sökk um 120 kílómetra austur af Trípólí, höfuðborg Líbíu. Talið er að minnst 250 hafi verið um borð í bátnum þegar hann sökk. Talsmaður líbíska flotans sagði eitt hundrað þrjátíu og fjórum hafa verið bjargað úr sjónum og flutt í land. Nú hafa sextíu og tvö lík verið dregin úr sjónum. 

Tæplega 700 dauðsföll flóttafólks á leið yfir Miðjarðarhafið hafa verið skráð á árinu. Rúmlega 1.400 dauðsföll voru skráð á þessari flóttaleið allt árið í fyrra.