Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

62 hugmyndir um nafn á nýtt sveitarfélag

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Fjögur sveitarfélög á Austur
Örnefnanefnd hefur þrjár vikur til þess að veita umsagnir um 62 hugmyndir um nafn nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út 7. febrúar og bárust alls 112 tillögur með 62 hugmyndum.

Eftir að umsagnir Örnefnanefndar berast gerir nafnanefnd sveitarfélagsins tillögu til Undirbúinngsstjórnar um hvaða nöfn verða lögð fyrir kjósendur sveitarfélagsins í atkvæðagreiðslu 18. apríl. Kosningin verður ekki bindandi, því ný sveitarstjórn ákveður heitið að afloknum kosningum. Hugmyndirnar voru eftirfarandi:

 1. Álfabyggð
 2. Arðbær
 3. Austan Kreppu
 4. Austri
 5. Austur-kaupstaðarþing
 6. Austurbær
 7. Austurbyggð
 8. Austurhérað
 9. Austurland
 10. Austurríki
 11. Austurþing
 12. Austurþinghá
 13. Blikabyggð
 14. Búlandsbær
 15. Búlandsbyggð
 16. Búlandshérað
 17. Drekabæli
 18. Drekabyggð
 19. Drekaland
 20. Dyrfjallabyggð
 21. Egilsfjarðabyggð
 22. Egilsstaðahreppur
 23. Eystribyggð
 24. Eystraþing
 25. Eystriþinghá
 26. Fagrabyggð
 27. Fjarðarsel
 28. Fljóseydjúpborg
 29. Fljótabyggð
 30. Fljótsfjarðarhreppur
 31. Frábær
 32. Grautarbyggð
 33. Héraðsbyggð
 34. Hreppur rísandi sólar (eða Hreppur hinnar rísandi sólar)
 35. Lagarbyggð
 36. Lagarfljótsfjarðarþing
 37. Lagarfljótshreppur
 38. Múlaborg
 39. Múlabyggð
 40. Múlabyggðir
 41. Múlahreppur
 42. Múlaþing
 43. Múlaþinghá
 44. Mýlingaþinghá
 45. Sambyggð
 46. Sameinuðu austfirsku furstadæmin
 47. Skógargerði
 48. Stóraþinghá
 49. Sveitarfélagið Austri
 50. Sveitarfélagið Austur
 51. Sveitarfélagið Austurland
 52. Sveitarfélagið Austurvegur
 53. Sveitarfélagið Brú
 54. Sveitarfélagið Búland
 55. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað
 56. Sveitarfélagið Glettingur
 57. Sveitarfélagið Héraðsfirðir
 58. Sveitarfélagið Lagarþing
 59. Sveitarfélagið Múlaþing
 60. Sveitarfélagið Seiðandi
 61. Sveitarfélagið Tindar
 62. Vættabyggð
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV