6 heilbrigðisstarfsmenn dánir vegna COVID-19 veirunnar

14.02.2020 - 07:40
Erlent · Asía · COVID-19 · Kína
epa08215111 A doctor checks oxygen saturation of a patient at Jinyintan Hospital, designated for critical COVID-19 patients, in Wuhan, Hubei province, China, 13 February 2020. The city, the epicenter of the novel coronavirus outbreak, reported 13,436 new cases of COVID-19 on 12 February only, after the city combed communities for patients and expanded the capacity to take them in. The disease caused by the SARS-CoV-2 has been officially named Covid-19 by the World Health Organization (WHO). The outbreak, which originated in the Chinese city of Wuhan, has so far killed at least 1,369 people with over 60,000 infected worldwide, mostly in China.  EPA-EFE/YUAN ZHENG CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FeatureChina
Sex kínverskir heilbrigðisstarfsmenn eru dánir af völdum COVID-19 kórónaveirunnar og yfir sautján hundruð hafa smitast frá því að hún kom upp í Hubei héraði í lok árs 2019. Heilbrigðisyfirvöld í Peking segja að fólk hafi tekið áhættuna á að smitast og veikjast þar sem andlitsgrímur og annan hlífðarfatnað skorti.

Heilbrigðisyfirvöld í Hubei greindu frá því í dag að 4.823 ný smit hafi komið upp í héraðinu síðastliðinn sólarhring og 240 sjúklingar dáið. Þar með eru staðfest smit að völdum COVID-19 veirunnar orðin 64.429 um heim allan, þar af 63.848 í Kína. 
Vika er síðan kínverski læknirinn Li Wenliang lést. Hann og fleiri heilbrigðisstarfsmenn voru kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu og sakaðir um að breiða út falskan orðróm þegar þeir vöruðu við COVID-19 veirunni í skilaboðum og á samfélagsmiðlum. Hann var látinn skrifa undir yfirlýsingu um að hann tjáði sig ekki frekar um veiruna. Mikil reiði braust út í Kína gagnvart stjórnvöldum þegar meðferðin á lækninum spurðist út.

Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að hafa ekki brugðist nógu skjótt við þegar kórónaveiran fór að breiðast út í lok síðasta árs. að sögn kínverskra miðla er kallað eftir endurskoðun á almannavarnakerfi landsins vegna málsins.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV