56 dauðsföll vegna kórónaveiru staðfest

26.01.2020 - 00:37
epa08164044 A big lantern hangs on rue Sainte-Catherine, the main shopping and pedestrian street, which was to host the Chinese New Year festivities canceled due to the Coronavirus, in Bordeaux, France, 25 January 2020. Three cases of the Wuhan coronavirus have been identified in France, the Health Ministry announced on 24 January. Wuhan is the city at the center of the coronavirus outbreak which has caused 41 deaths and infected more than 1,287 people in China where authorities also confirmed that human-to-human transmission of the virus had taken place. The virus has so far spread to the USA, Thailand, South Korea, Japan, Singapore and Taiwan.  EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERG
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Staðfest dauðsföll af völdum hins nýja afbrigðis kórónaveiru sem nú herjar á Kínverja eru orðin 56. Þetta kemur fram í tilkynningu heilbrigðisyfirvalda í Kína. 688 ný smit voru einnig staðfest, flest í Wuhanborg og Hubei-héraði. Hafa þá hartnær 2.000 manns verið greind með þetta nýja afbrigði af bráðri alvarlegri lungnabólgu á kínverska meginlandinu. Fyrsta dauðsfallið í Sjanghæ var svo tilkynnt í kvöld. Er það jafnframt fjórða dauðsfallið af völdum veirunnar utan Hubei-héraðs.

Veiran greindist fyrst í héraðshöfuðborginni Wuhan og þar hafa einnig langflest smit-tilfelli greinst. Öll dauðsföllin utan fjögur hafa einnig orðið í Hubei-héraði, flest þeirra í Wuhan. Veiran hefur líka greinst í Hong Kong, Singapúr, Japan, Víetnam, Taívan, Malasíu, Nepal, Taílandi, Suður-Kóreu, Bandaríkjunum, Frakklandi og Ástralíu, og í kvöld bárust þau tíðindi að fyrsta tilfellið hafi verið staðfest í Kanada.

Xi Jinping, forseti Kína sagði í dag að Kínverjar gætu sigrast á kórónaveirunni en við blasi erfitt ástand þar sem hún dreifist sífellt hraðar. Bannað er að ferðast til og frá átján borgum í Kína, þar sem hátt í 60 milljónir manna búa, og stjórnvöld hafa ákveðið að takmarka ferðalög Kínverja til annarra landa. 

Fréttin var uppfærð klukkan 02.00 með nýjum tölum frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum.