5 í gæsluvarðhaldi eftir handtökur í Hvalfjarðargöngum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Eggert Jónsson
Fimm, fjórir karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 13. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fíkniefnamáli. Fólkið var handtekið í og við Hvalfjarðargöngin í gærmorgun en lagt var hald á talsvert magn af fíkniefnum. Fólkið er á þrítugs-,fertugs-og fimmtugsaldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 

Í tilkynningu frá lögreglunni í gær kom fram að henni hefðu borist upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í og við Hvalfjarðargöngin. Fólkið var á tveimur bílum og var annar stöðvaður í Hvalfjarðargöngunum en hinn við norðurenda. 

Þá kom einnig fram að málið teldist að mestu upplýst en auk sérsveitarinnar kom lögreglan á Vesturlandi einnig að aðgerðunum. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi