Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

5 ár frá Eyjafjallajökulsgosi - myndband

14.04.2015 - 08:24
Mynd: EPA / EPA
Fimm ár eru í dag liðin frá því eldgosið í Eyjafjallajökli braust út. Það hófst snemma að morgni 14. apríl 2010 og stóð í sex vikur, til 23. maí. Lára Ómarsdóttir tók saman saman frétt í maí 2010 eftir að gosinu var lauk.

Þetta var sprengigos og dreifðist aska víða um land og til annarra landa Evrópu. Flugumferð fór úr skorðum um allan heim vegna gossins. Talsvert tjón varð vegna öskufalls, einkum undir Eyjafjöllum. Mikið flóð varð í Markarfljóti og í Svaðbælisá hjá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV