480 krónur fyrir strætóferð

27.12.2019 - 14:03
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Þann 5. janúar taka gildi breytingar á gjaldskrá Strætó bs og hækka fargjöld um sem nemur um 2,3 prósentum að meðaltali. Almennt gjald í strætisvagna og stakt fargjald í appi Strætó verður 480 krónur og hækkar um 10 krónur.

Breytingar á gjaldskránni voru samþykktar á fundi Strætó bs. 22. nóvember síðastliðinn og eru að sögn Strætó í samræmi við almenna verðlagsþróun.

Gjald fyrir börn á aldrinum 6-17 ára, eldri borgara 67 ára og eldri og öryrkja verður 240 krónur og hækkar um fimm krónur. Farmiðaspjald með 20 miðum fyrir fullorðna mun kosta 9300 krónur eða 465 krónur miðinn. Það kostaði áður 9100 krónur eða 455 krónur miðinn.

Gjaldskránna má nálgast hér.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi