Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

46 látin í Albaníu

29.11.2019 - 05:39
epa08030409 Search and rescue teams search for at least one person stuck in the rubble of a building after an earthquake hit Durres, Albania, 28 November 2019. Albania was hit by a 6.4 magnitude earthquake on 26 November 2019, leaving at least 41 people dead and dozens injured.  EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
46 hafa nú fundist látin í húsarústum í Albaníu norðvestanverðri, þar sem harður jarðskjálfti varð á þriðjudag. Albanskir fjölmiðlar greina frá þessu. Enn er ekki vitað með vissu, hversu margra er saknað, en óttast að þau skipti tugum. Vonir um að finna fólk á lífi í rústunum fer minnkandi með hverri klukkustundinni sem líður en leitarstarf stendur þó enn yfir af fullum krafti.

Björgunar- og leitarsveitir frá Kósóvó, Serbíu, Ítalíu, Frakklandi, Sviss, Tyrklandi og Króatíu leggja heimamönnum lið við leitina. Yfir 750 slösuðust í skjálftunum, margir þeirra lífshættulega.