400 bandarískir farþegar Diamond Princess á heimleið

16.02.2020 - 21:49
epa08222530 US citizens wave from a bus as they leave the 'Diamond Princess' cruise ship docked at Daikoku Pier Cruise Terminal for repatriation in Yokohama, south of Tokyo, Japan, early 17 February 2020. The US repatriated some 400 American citizens who had been aboard the vessel, which was quarantined amid the ongoing epidemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
40 bandarískir farþegar eru á meðal hundraða sem smitaðir eru af COVID-19 veirunni í Diamond Princess-farþegaskipinu sem hefur verið kyrrsett í Yokohama í Japan. BBC greinir frá og segir að 400 Bandaríkjamenn hafi yfirgefið skipið í dag með rútum.

Á fjórða þúsund farþegar hafa verið í sóttkví í skipinu síðan í byrjun mánaðarins eftir að maður sem fór frá borði i Hong Kong hafði greinst með veiruna.

BBC segir að bandarísku farþegarnir verði fluttir aftur til Bandaríkanna í tveimur flugvélum sem bandarísk stjórnvöld hafi leigt til flutninganna. Fólkið verður sett í tveggja vikna sóttkví eftir komuna til Bandaríkjanna. 

Nokkrir bandarísku farþega skipsins hafa afþakkað flugið og kjósa heldur að bíða þar til sóttkví skipsins verður aflétt 19. febrúar. BBC hefur eftir einum þeirra að hann hafi engan áhuga á því að ferðast með rútu að flugvélinni með fólki sem mögulega sé smitað.