Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

4 fluttir á slysadeild—búið að opna veginn um Kjalarnes

19.02.2020 - 17:46
Mynd með færslu
Mynd úr safni Mynd: Aðsend mynd
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur upp á Kjalarnesi, tveir með sjúkrabíl og björgunarsveitin Kjölur flytur tvo. Vesturlandsvegi um Kjalarnes var lokað vegna slyssins í tæpa klukkustund en var opnaður aftur klukkan sjö. Lögreglan segir á Facebook-síðu sinni að veðrið á Kjalaranesi sé slæmt, blint og snarpar vinhviður.

Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um meiðsl fólksins sem lenti í umferðarslysinu.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV