Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

323 hreindýr drápust í þrumuveðri

29.08.2016 - 22:23
epa05514323 A handout photo made available by the Norwegian Nature Inspectorate on 29 August 2016 shows more than 320 wild reindeer which were found dead on Hardangervidda, Norway, 28 August 2016. The animals apparently died after lightning struck the
 Mynd: EPA
Norskir dýralæknar rannsaka nú hvort hreindýr sem drápust á Harðangursheiði á Þelamörk fyrir helgi kunni að hafa verið sýkt af riðu. Líklegast er þó talið að eldingar hafi orðið dýrunum að aldurtila en mikið þrumuveður gekk yfir svæðið í lok nýliðinnar viku.

Veiðieftirlitsmenn fundu á föstudag hræ af 323 dýrum, þar af sextíu kálfum, á bletti sem er 50-80 metrar í þvermál. Aðrar skýringar, til dæmis riðuveiki, eru þó taldar hugsanlegar og því hafa dýralæknar tekið sýni úr hræjunum, að því er fram kemur í frétt norska ríkisútvarpsins um málið.

Hreindýradauðinn hefur vakið heimsathygli enda fá dæmi um að eldingar felli svo stóra dýrahjörð.

Harðangursheiði er eitt stærsta búsvæði villtra hreindýra í Noregi og þótt víðar væri leitað. Talið er að þar hafist við allt að 15.000 dýr.