Norskir dýralæknar rannsaka nú hvort hreindýr sem drápust á Harðangursheiði á Þelamörk fyrir helgi kunni að hafa verið sýkt af riðu. Líklegast er þó talið að eldingar hafi orðið dýrunum að aldurtila en mikið þrumuveður gekk yfir svæðið í lok nýliðinnar viku.