Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

3.000 mótmæla á Austurvelli

25.02.2014 - 17:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru um 3.000 manns á Austurvelli en boðað var til mótmæla annan daginn í röð til að krefjast þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði ekki dregin til baka án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrr í dag mótmæltu stúdentar niðurskurði og kjaraskerðingu.

Um tæplega 26 þúsund hafa skrifað undir á vefnum thjod.is þar sem skorað er á ríkisstjórnina að hætta við þingsályktunartillöguna og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skuli aðildaviðræðum áfram.

Á Alþingi stendur nú yfir umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um aðildarviðræður að ESB. Fjórtán eru á mælendaskrá.

Enn á eftir að taka fyrir þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, um að draga beri aðildarumsókn Íslands að ESB til baka. Hún er þó á dagskrá þingsins í dag þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðunnar. 

Fréttin var uppfærð eftir nýjar tölur um fjölda fólks á Austurvelli frá lögreglunni.