MS hyggst selja allt að 300 tonn af smjöri til útlanda á þessu ári til að saxa á umframbirgðir, en smjörbirgðir fyrirtækisins hafa ekki verið meiri í þrjú ár. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu. Um 650 tonn af smjöri eru nú á lager hjá MS. Þegar hafa um 100 tonn verið seld úr landi og ætlunin er að selja um 200 tonn til viðbótar til útlanda áður en árið er úti. Um 490 krónur hafa fengist fyrir kílóið af útfluttu smjöri.