Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

30 tonn í munn og nef

07.04.2012 - 05:22
Mynd með færslu
 Mynd:
Áfengis og tóbaksverslun ríkisins seldi 30 tonn af munn-og neftóbaki í fyrra, fimmtungi meira en í hittiðfyrra, en andvirði þessa er um 600 milljónir króna. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Ekki sé þó öll sagan sögð því miklu sé smyglað að þessari munaðarvöru til landsins.

Þannig hefur blaðið eftir tolleftirlitsmönnum að allt að hundrað kíló af smygluðu munn-og neftóbaki séu gerð upptæk á ári, það sé þó aðeins lítill hluti þess sem smyglað sé til Íslands.

Fréttablaðið segir sölu á munn-og neftóbaki hafa aukist um 25 prósent á árunum 2009-2011, sama tíma hafi sala á reyktóbaki dregist saman um allt að 23 prósent.