Áfengis og tóbaksverslun ríkisins seldi 30 tonn af munn-og neftóbaki í fyrra, fimmtungi meira en í hittiðfyrra, en andvirði þessa er um 600 milljónir króna. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Ekki sé þó öll sagan sögð því miklu sé smyglað að þessari munaðarvöru til landsins.