Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

26 vilja stýra nýjum landshlutasamtökum á Norðurlandi

default
 Mynd: G. Starri Gylfason - RÚV
Tuttugu og sex umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra. Samtökin urðu til við samruna Samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

Meðal umsækjenda um starf framkvæmdastjóra eru alþingismaður, forstjóri Fiskistofu, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og framkvæmdastjórar atvinnuþróunarfélaganna tveggja.

Umsóknarfrestur um starfið rann út 6. janúar. Umsækjendur eru:

 • Agnes Arnardóttir, verkefnastjóri
 • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, alþingismaður
 • Arnar Páll Ágústsson, 1. stýrimaður
 • Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Berglind Ólafsdóttir, ráðgjafi, verkefnastjóri
 • Björn S. Lárusson, verkefnastjóri
 • Daníel Snær Sigfússon, bílasali
 • Eyþór Björnsson, forstjóri
 • Friðrik Bjarnason, sérfræðingur
 • Grzegorz Karwecki, starfsmannastjóri
 • Gunnar Atli Fríðuson, iðnaðarmaður
 • Haukur Logi Jóhannsson, sjálfstætt starfandi og meistaranemi
 • Helga Hrönn Óladóttir, framkvæmdastjóri
 • Jón Hrói Finnsson, stjórnsýslufræðingur
 • Jón Ólafur Gestsson, hagfræðingur
 • Magnús Jónsson, viðskiptafræðingur
 • Ólafur Kjartansson, ráðgjafi
 • Pétur Snæbjörnsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
 • Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri
 • Sesselja Ingibjörg Barðdal, forstjóri Kaffi Kú
 • Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri
 • Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri
 • Snæbjörn Sigurðarson, sjálfsætt starfandi verkefnastjóri
 • Tryggvi Rúnar Jónsson, sjálfstætt starfandi sérfræðingur
 • Þórarinn Egill Sveinsson, verkefnastjóri og ráðgjafi
 • Ögmundur Knútsson, ráðgjafi

Ný samtök hafa fengið nafn 

Nú liggja fyrir úrslit úr samkeppni um heiti samtakanna og heita þau Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE. Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður SSNE, segir nokkrar tillögur hafa borist og þessi hafi verið talin skýra vel hlutverk nýrra samtaka og sé í samræmi við heiti annarra landshlutasamtaka.

Þakklát fyrir mikinn áhuga á starfinu

Hilda Jana segir stjórn SSNE leggja áherslu á að ljúka við ráðningu framkvæmdastjóra sem allra fyrst. „Við teljum þetta góðar umsóknir og erum þakklát fyrir hve margir sýna áhuga á starfinu. Það er eiginlega lúxusvandamál að þurfa að vinna úr svo góðum umsóknum,“ segir hún.