26 manns féllu í árásum fjöldamorðingja í Taílandi

09.02.2020 - 09:24
epa08204498 Thai police officers secure the area next to car of shooting victims at the scene of a mass shooting outside the Terminal 21 shopping mall in Nakhon Ratchasima, Thailand, 09 February 2020. According to media reports, at least 21 people were killed, and as many as 40 wounded after a Thai soldier, identified as 32-year-old Jakraphanth Thomma, went on a shooting rampage with a M60 machine gun in the city of Nakhon Ratchasima, also known as Korat. Thomma held an unknown number of people hostage within the Terminal 21 shopping mall for around 15 hours before being shot and killed in a police operation.  EPA-EFE/RUNGROJ YONGRIT
Verslunarmiðstöðin þar sem hermaðurinn gekk um með vélbyssu og skaut fólk. Mynd: EPA-EFE - EPA
26 manns féllu í skotárásum taílenska hermannsins sem skaut fjölda fólks í borginni Nakhon Ratchasima í Taílandi í gær. 57 manns særðust í árásunum, þar af níu alvarlega. Sérsveit lögreglu skaut morðingjann til bana árla morguns að staðartíma, um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.

Hann byrjaði á því að skjóta yfirmann sinn á herstöð, áður en hann stal þaðan vopnum og bíl og tók að skjóta fólk af handahófi á leið sinni að verslunarmiðstöð, þar sem hann myrti fjölda fólks. Lögreglu tókst að bjarga fólki þaðan út og aðrir földu sig. Hermaðurinn var veginn nær sautján klukkustundum síðar.

Hann hafði falið sig í verslunarmiðstöðinni og var vopnaður hríðskotarifflum sem hann hafði stolið úr herstöðinni sem hann starfaði í. Óttast var að hann væri með fólk í gíslingu.

Liðsmenn sérsveitar lögreglunnar sátu um verslunarmiðstöðina alla nóttina og létu til skarar skríða í birtingu. Hermaðurinn birti fjölda mynda af af ódæðisverkum sínum á Facebook, jafnóðum og hann framdi þau.

Prayut Chan-O-Cha, forsætisráðherra Taílands, sagði þetta fordæmalausan hörmungaratburð í sögu Taílands, sem aldrei megi endurtaka sig. Þá greindi hann frá því að ástæðu illvirkisins væri að likindum að leita í einkalífi hermannsins og tengjast sölu á húsi, en útskýrði það ekki nánar. 

epa08204991 Relatives of a shooting victim weep as they wait for their beloved one's body at a forensic laboratory of Maharat Nakhon Ratchasima Hospital, Nakhon Ratchasima province, Thailand, 09 February 2020. According to media reports, at least 27 people including a suspected gunman were killed, and as many as 57 wounded after a Thai soldier, identified as 32-year-old Jakraphanth Thomma, went on a shooting rampage with a M60 machine gun and assault rifles in the city of Nakhon Ratchasima, also known as Korat. Thomma held an unknown number of people hostage within the Terminal 21 shopping mall for around 15 hours before being shot and killed in a police operation.  EPA-EFE/RUNGROJ YONGRIT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Fólk faldi sig inni á salernum og inni í verslunum í verslunarmiðstöðinni og sendi vinum og fjölskyldu skilaboð á samfélagsmiðlum á meðan það beið þess að lögregla myndi stöðva manninn. AFP fréttastofan hefur eftir Sottiyanee Unchalee, að hún sé þakklát að hafa lifað af. Hún faldi sig inni í salerni líkamsræktarstöðvar sem hún heyrði skothvellina. „Það greip um sig mikil skelfing, þetta var eins og í kvikmynd um uppvakninga,“ segir Chanatip Samsakul, sem tókst að sleppa með eiginkonu sinni og þriggja ára dóttur. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi