Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

23% minni fiskafli milli ára í janúar

15.02.2020 - 10:36
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Landaður afli íslenskra fiskiskipa í janúar 2020 var 35,8 þúsund tonn sem er 23% minni afli en í janúar í fyrra. Þá nam aflinn 46,4 þúsund tonnum, samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar úr bráðabirgðatölum frá Fiskistofu.

Botnfiskafli í mánuðinum var 27 þúsund tonn sem er samdráttur um 16 þúsund tonn. Það er 37% minni afli en í janúar í fyrra þegar botnfiskafli var 42,7 þúsund tonn. Löndun á ufsa dróst mest saman eða um 55%, var 5,9 þúsund tonn í fyrra en 2,7 þúsund tonn í ár. 

Aukning varð hins vegar í uppsjávarafla þar sem rúm sex þúsund tonn af kolmunna veiddust, en enginn kolmunni hafði veiðst í janúar í fyrra. 

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2019 til janúar 2020 var 1.038 þúsund tonn sem er 13% minna en fyrir sama tímabil ári áður.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV