Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Brasilía líklegust til að verða heimsmeistari

epa10350861 Brazil's head coach Tite (R) and Casemiro (L) react during the FIFA World Cup 2022 round of 16 soccer match between Brazil and South Korea at Stadium 974 in Doha, Qatar, 05 December 2022.  EPA-EFE/Rungroj Yongrit
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Brasilía líklegust til að verða heimsmeistari

07.12.2022 - 08:49
Gracenote tölfræðiveitan hefur uppfært lista sinn yfir sigurlíkur liða á HM karla í fótbolta í Katar eftir að ljóst varð í gærkvöld hvaða átta lið verða í 8-liða úrslitum keppninnar. Samkvæmt útreikningum Gracenote eru mestar líkur á því að Brasilía verði heimsmeistari eftir sigur á Portúgal í úrslitum.

Samkvæmt útreikningum Gracenote eru 58% líkur á sigri Argentínu á Hollandi og þar með eru líkur Hollands 42% að komast í undanúrslit. Að sama skapi er Brasilíumönnum gefnar 70% líkur á því að vinna Holland í þeirra viðureign í 8-liða úrslitunum. Rætist þessi spá myndu Argentína og Brasilía mætast í undanúrslitum. Þar er svo nokkuð jafnt á tölum því Brasilía ætti samkvæmt Gracenote 53% sigurlíkur gegn 47% sigurlíkum Argentínu í undanúrslitum.

Hinum megin er líka allt hnífjafnt milli Englands (49%) og Frakklands (51%). En Portúgal (59%) er líklegra gegn Marokkó (41%). Verði það raunin að Frakkland og Portúgal mætist í undanúrslitum á Portúgal (51%) ögn meiri líkur en Frakkland (49%) á því að komast í úrslit.

Ef þessar spár gengju eftir og Brasilía (64%) og Portúgal (36%) mættust í úrslitaleiknum yrði Brasilía svo heimsmeistari. 

Króatar þykja ólíklegastir til að vinna HM

Með öðrum orðum eru líkurnar fyrir 8-liða úrslitin á að liðin verði heimsmeistarar samkvæmt reikniformúlu Gracenote svona:
Brasilía - 25%
Argentína - 20%
Portúgal - 13%
Frakkland - 11%
Holland - 11%
England - 10%
Marokkó - 6%
Króatía - 5%

Jafnvel þó tölfræðivísindi séu á bakvið útreikninga Gracenote, eru svona listar vitanlega fyrst og fremst settir fram til gamans. Íþróttir geta verið óútreiknanlegar og erfitt er því að spá til um hvað gerist í þeim í framtíðinni, jafnvel þó tölfræðigögn geti vissulega hjálpað til við að gefa einhverja mynd af því.

En séu líkurnar sem Gracenote gefur á mögulegum úrslitaleikjum má sjá skýrt að Brasilía þykir afar líkleg til að spila úrslitaleikinn.

Líklegustu úrslitaleikirnir

Brasilía - Portúgal, 11,9%
Brasilía - Frakkland, 10,6%
Brasilía - England, 9,7%
Argentína - Portúgal, 9,4%
Argentína - Frakkland, 8,4%
Argentína - England, 7,7%
Brasilía - Marokkó, 6,8%
Holland - Portúgal, 5,8%
Argentína - Marokkó, 5,4%
Holland - Frakkland, 5,1%
Holland - England, 4,8%
Króatía - Portúgal, 3,4%
Holland - Marokkó, 3,4%
Króatía - Frakkland, 3,1%
Króatía - England, 2,8%
Króatía - Marokkó, 1,9%