Samkvæmt útreikningum Gracenote eru 58% líkur á sigri Argentínu á Hollandi og þar með eru líkur Hollands 42% að komast í undanúrslit. Að sama skapi er Brasilíumönnum gefnar 70% líkur á því að vinna Holland í þeirra viðureign í 8-liða úrslitunum. Rætist þessi spá myndu Argentína og Brasilía mætast í undanúrslitum. Þar er svo nokkuð jafnt á tölum því Brasilía ætti samkvæmt Gracenote 53% sigurlíkur gegn 47% sigurlíkum Argentínu í undanúrslitum.
Hinum megin er líka allt hnífjafnt milli Englands (49%) og Frakklands (51%). En Portúgal (59%) er líklegra gegn Marokkó (41%). Verði það raunin að Frakkland og Portúgal mætist í undanúrslitum á Portúgal (51%) ögn meiri líkur en Frakkland (49%) á því að komast í úrslit.
Ef þessar spár gengju eftir og Brasilía (64%) og Portúgal (36%) mættust í úrslitaleiknum yrði Brasilía svo heimsmeistari.
Króatar þykja ólíklegastir til að vinna HM
Með öðrum orðum eru líkurnar fyrir 8-liða úrslitin á að liðin verði heimsmeistarar samkvæmt reikniformúlu Gracenote svona:
Brasilía - 25%
Argentína - 20%
Portúgal - 13%
Frakkland - 11%
Holland - 11%
England - 10%
Marokkó - 6%
Króatía - 5%
Jafnvel þó tölfræðivísindi séu á bakvið útreikninga Gracenote, eru svona listar vitanlega fyrst og fremst settir fram til gamans. Íþróttir geta verið óútreiknanlegar og erfitt er því að spá til um hvað gerist í þeim í framtíðinni, jafnvel þó tölfræðigögn geti vissulega hjálpað til við að gefa einhverja mynd af því.
En séu líkurnar sem Gracenote gefur á mögulegum úrslitaleikjum má sjá skýrt að Brasilía þykir afar líkleg til að spila úrslitaleikinn.
Líklegustu úrslitaleikirnir
Brasilía - Portúgal, 11,9%
Brasilía - Frakkland, 10,6%
Brasilía - England, 9,7%
Argentína - Portúgal, 9,4%
Argentína - Frakkland, 8,4%
Argentína - England, 7,7%
Brasilía - Marokkó, 6,8%
Holland - Portúgal, 5,8%
Argentína - Marokkó, 5,4%
Holland - Frakkland, 5,1%
Holland - England, 4,8%
Króatía - Portúgal, 3,4%
Holland - Marokkó, 3,4%
Króatía - Frakkland, 3,1%
Króatía - England, 2,8%
Króatía - Marokkó, 1,9%