Ronaldo á bekknum en Ramos stjarnan
Goncalo Romas, ungur framherji Benfica, kom inn í byrjunarlið Portúgala í stað Cristiano Ronaldo. Fernando Santos, þjálfari liðsins, ku hafa verið ósáttur við brögð Ronaldo er honum var skipt út af gegn Suður Kóreu. Ramos var einungis að spila sinn fjórða landsleik en þakkaði traustið með stórglæsilegu marki. Þrykkti hann boltanum í þaknetið af stuttu færi og Yann Sommer í marki Sviss var vonleysið uppmálað.
Stuttu síðar var komið að hlut varnartröllsins Pepe en þrátt fyrir að vera 39 ára gamall virðist hann engu hafa gleymt. Reis hann manna hæst í teignum og kom Portúgal í tveggja marka forystu eftir hornspyrnu. Varð hann þar með elsti leikmaður sem skorar í útsláttarkeppni á HM. Tók hann metið af Roger Milla sem var 38 ára er hann skoraði á HM 1990 gegn Kólumbíu fyrir Kamerún.
Svisslendingar ógnuðu marki Portúgal ekki ýkja mikið en Xherdan Shaqiri átti ágætis aukaspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks sem fór rétt fram hjá. Pepe er 39 ára og 233 daga gamall.