Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jólabræðurnir orðnir stórir en enn klæddir í stíl

Mynd: RÚV / RÚV

Jólabræðurnir orðnir stórir en enn klæddir í stíl

06.12.2022 - 08:30

Höfundar

Gleðigjafarnir og tónlistarmennirnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir fluttu glænýtt jólalag í Vikunni með Gísla Marteini á föstudaginn. Lagið heitir Jólabróðir og í því rifja þeir upp jól æsku sinnar.

Jólabræðurnir segjast í jólalaginu sakna gömlu góðu daganna: „Þú ert minn jólabróðir og nú erum við orðnir stórir, fullorðnir menn og ég sakna þín „bró“ hver einustu jól.“ 

Jón og Friðrik Dór rifjuðu upp jólamatarvenjur æsku sinnar í Vikunni með Gísla Marteini. Þar bar hæst aspassúpa í forrétt og sítrónufrómas með jólamöndlu. „Mamma stakk möndlunni í frómasinn,“ segir Friðrik Dór. „Frómas er aðallega matarlím og rjómi, þannig hann er ekkert sérstakur.“  

„Hann var alls ekki góður en kannski var þetta leiðin til að fá okkur til að borða hann. Það voru allir að keppast við að fá möndluna,“ segir Jón.  

Lagið Jólabróðir með Friðriki Dór og Jóni Jónssyni er hér fyrir ofan. Vikan með Gísla Marteini er í spilara RÚV.