Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Geislunarþoka sló dulúð á landið

06.12.2022 - 10:11
Mynd: Þór Ægisson / RÚV
Mikil þoka myndaðist víða á landinu í gær. Þokan huldi hraunbreiðurnar við Grindavík og sólarupprásin klæddi himininn í sín fegurstu föt. Næstum heiðskírt var ef frá eru taldir stöku skýjabólstrar. Á suðvesturhorninu var víða svo blint að fólk sá varla handa sinna skil.

Ásýnd höfuðborgarinnar mýktist mjög við þokuslæðinginn í sólarlaginu síðdegis. Dulúðlegt var um að litast á þessum napra desemberdegi og þrátt fyrir kuldann slokknaði ekki á hlýjunni og vinahótum tveggja hrafna sem nutu fegurðarinnar.  
 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV