Kirstie Alley fæddist 12. janúar 1951 í Kansas og sló rækilega í gegn í hlutverki Rebeccu Howe í gamanþáttaröðinni Staupasteini eða Cheers á árunum 1987 til 1993.
— Kirstie Alley (@kirstiealley) December 6, 2022
Alley hlaut hvort tveggja Emmy og Grammy verðlaun fyrir hlutverkið. Eins hlaut hún tilnefningar fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Veronica's Closet.
Hún lék í fjölda kvikmynda og fékk Emmy verðlaun fyrir leik í sjónvarpsmyndinni David's Mother árið 1994.
Alley var í hjónabandi með æskuástinni sinni Bob Alley frá 1970 til 1977 en giftist svo leikaranum Parker Stevenson árið 1983. Þau ættleiddu tvö börn, þau William og Lillie en skildu undir lok síðustu aldar.