Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

LÓN - Fimm mínútur í jól

Mynd: Lón / Thankfully Distracted

LÓN - Fimm mínútur í jól

05.12.2022 - 21:30

Höfundar

Hljómsveitin LÓN gaf út sitt fyrsta lag í fyrra en sveitina skipa valinkunnir menn úr tónlistarlífinu, þeir Valdimar Guðmundsson, Ómar Guðjónsson og Ásgeir Aðalsteinsson. Í lok nóvember sendi sveitin frá sér jólaplötuna Fimm mínútur í jól sem er önnur breiðskífa þeirra á árinu og inniheldur lágstemda og kósí jólatónlist sem sveitin hefur unnið meðal annars í samstarfi við söngkonuna RAKEL.

Hljómsveitin LÓN var sem sagt stofnuð nýlega og fyrsta breiðskífa þeirra kom út 15. maí og heitir Thankfully Distracted. Ásamt jólaplötunni sendir sveitin frá sér þrönskífuna Festive sem er líka á hátíðlegum nótum. Valdimar Guðmundsson sagði í viðtali á Rás 2 að hann væri orðinn fjölskyldumaður og að margt breytist við barneignir, þar með talin jólin, sem skýri að einhverju leyti þennan mikla jólaáhuga LÓNs.

LÓN byrjaði að fylgja eftir nýju plötunni Fimm mínútur í jól með tónleikahaldi í Eldborg og ætla sér að koma víða við í kirkjum landsins á næstunni til að kynna hana.

Plata vikunnar að þessu sinni á Rás 2 er Fimm mínútur í jól. Hún verður spiluð í heild sinni að loknum tíufréttum í kvöld ásamt kynningum sveitarinnar.