Brasilía bauð upp á kennslustund í fótbolta í fyrri hálfleik
Leikurinn var varla byrjaður er Brasilía skoraði fyrsta mark leiksins en á 6. mínútu skaust Neymar fram hægri kantinn og gaf boltann inn í teig Suður-Kóreu. Þar endaði boltinn hjá Vinicius Jr. er stillti honum bara þægilega upp, skaut og skoraði framhjá markverði Suður-Kóreu.
Brasilía er komið yfir á sjöttu mínútu með marki frá Vinicius Jr. pic.twitter.com/KdZLgBvZE2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Suður-Kórea var bara enn að jafna sig á þessu marki þegar Brasilía komst í sókn og Vinicius Jr. reyndi sendingu á Richarlison inn í teiginn en leikmaður Suður-Kóreu komst inn í sendinguna. Richarlison tók á rás til að ná boltanum og var sparkaður niður inn í teignum. Vítaspyrna var dæmt.
Brasilía er að fá vítaspyrnu hér á 10. mínútu pic.twitter.com/83v2fMhCRB
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Neymar steig á vítapunktinn og markvörður Suður-Kóreu tók dansinn á marklínunni til að trufla skot hans. Sú danssýning virkaði alls ekki en þess í stað tóku Brasilíumenn danssýningu á endalínunni eftir að Neymar setti boltann örugglega í netið hjá Suður-Kóreu, staðan orðinn 2-0 og rétt um tíu mínútur búnar af leiknum.
Neymar skorar örugglega úr vítaspyrnunni og kemur Brasilíu í 2-0 pic.twitter.com/e8GDv4tBVG
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Suður-Kóreu menn reyndu að setja smá kraft í spil sitt til að reyna eitthvað til að stoppa þá sýningu sem Brasilíumenn voru klárlega með í uppsiglingu og áttu eitt gott færi. Þá vildi Alison vera með í leiknum og átti virkilega góða markvörslu á 16. mínútu eftir gott skot af löngu færi.
Alison með góða markvörslu eftir gott skot af löngu færi pic.twitter.com/Tj1CoeIxGu
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Brasilíumenn voru mættir í þennan leik til að vinna og setja upp smá sýningu í leiðinni. Þriðja mark þeirra kom eftir stórkostlega spilamennsku liðsins á 28. mínútu er endaði með því að Richarlison skoraði þriðja markið.
Brasilía er komið í 3-0 eftir tæpan hálftíma leik - Richarlison skorar eftir stórkostlega spilamennsku Brasilíumanna pic.twitter.com/U9hMZSSr2b
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Brasilíumenn dönsuðu eftir hvert mark á hliðarlínunni og allir tóku þátt, varamenn, þjálfarar og annað starfsfólk. Brasilía var ekki hætt að dansa því að fjórða markið í fyrri hálfleik kom á 35. mínútu er Lucas Paqueta skoraði eftir annað stórkostlegt samspil leikmanna Brasilíu í skyndisókn upp miðju vallarins.
Hvar endar þetta - 4-0 og það er ennþá fyrri hálfleikur. Lucas Paqueta skorar á 35. mínútu pic.twitter.com/vxnjxQx7oj
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Brasilíumenn áttu nokkur önnur mjög góð færi í þessum fyrri hálfleik en þessi grein yrði einfaldlega of löng ef það ætti að setja þau öll inn.
Brasilíumenn saddir eftir markasúpuna í fyrri hálfleik
Alveg ljóst að Suður-Kórea yrði að gera eitthvað ef stoppa ætti þessa danssýningu sem Brasilía setti upp í fyrri hálfleik. Son komst í gott færi á 46. mínútu er Alison náði að verja með öxlinni.
Son hér í góðu færi sem Alison bjargaði með öxlinni pic.twitter.com/maCe9stRmi
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Raphinha komst í gott færi á 61. mínútu er hann var einn á móti markverði sem gerði vel og varði.
Raphinha kominn einn á móti markmanni, gott skot sem er varið pic.twitter.com/n6XpNs7OOp
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Suður-Kórea þurfti að sýna sínar allra, allra bestu hliðar ef þeir ætluðu að fá eitthvað úr þessum leik annað en kennslustund í knattspyrnu. Á 62. mínútu þurfti Alison sannarlega að vinna fyrir laununum sínum er hann átti góða markvörslu eftir harða sókn Suður-Kóreu.
Alison enn og aftur með góða markvörslu eftir harða sókn Suður-Kóreumanna pic.twitter.com/qY4iNhstxa
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Það kom að því að sóknir Suður-Kóreumanna næðu að enda með marki. Liðið fékk aukaspyrnu á 75. mínútu og endaði boltinn fyrir framan fæturnar á Seung-Ho Paik er tók góða spyrnu í átt að marki sem var óverjandi fyrir Alison í marki Brasilíu.
Suður-Kórea skorar mark eftir góða aukaspyrnu, það er varamaðurinn Sung-Ho Paik sem á þetta mark á 77. mínútu pic.twitter.com/EKWlyYOk79
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022
Þessum fjöruga leik lauk með sigri Brasilíumanna 4-1 er halda nú í átta liða úrslitin og taka þar á móti Króatíu föstudaginn 9. desember kl. 15:00