Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Valskonur fyrstar til að sigra lið Keflavíkur í vetur

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Valskonur fyrstar til að sigra lið Keflavíkur í vetur

04.12.2022 - 21:57
Í kvöld fór fram heil umferð í Subway deild kvenna í körfubolta. Fjórir leikir voru spilaðir en Fjölnir og Breiðablik áttust við í Dalhúsum. Grindavík tók á móti Haukakonum suður með sjó, Njarðvík tók á móti ÍR og topplið Keflavíkur tók á móti Val á sínum heimavelli.

Fjölnir 93 - 51 Breiðablik

Fjölnir með stórsigur hér í kvöld á Breiðablik en Fjölnir byrjaði rólega en gaf bara í og keyrði yfir Breiðablik hér í þessum leik.  Með sigrinum er Fjölnir með 8 stig í sjötta sæti deildarinnar með jöfn mörg stig og Grindavík.

Grindavík 74 - 78 Haukar

Það var hörkuleikur í Grindavík er Haukakonur komu í heimsókn. Grindavík leiddi í hálfleik 49-44 en það snerist við eftir lok þriðja leikhluta er Haukar voru yfir 59-64. Fjórði leikhluti var æsispennandi en þremur stigum munaði á liðunum er 48 sekúndur voru eftir en Grindavík náði ekki að minnka muninn meira og Tinna Guðrún í liði Hauka skoraði síðasta stig leiksins úr vítaskoti. Grindavík er í fimmta sæti deildarinnar með 8 stig en Haukar eru sem fyrr í öðru sæti með 18 stig.

Njarðvík 88 - 68 ÍR

Njarðvíkskonur áttu ekki í neinum vandræðum með botnlið ÍR í þessum leik sem er enn án stiga. Njarðvík er komið upp í fjórða sæti deildarinnn með þessum sigri með 14 stig. Stigahæst liðs Njarðvíkur var Raquel De Lima með 26 stig en Greeta Uprus var stigahæst í liði gestana með átján stig.

Keflavík 75 - 84 Valur

Keflavík hafði ekki tapað leik í deildinni þegar Valskonur komu í heimsókn suður með sjó. Valur var með yfirhöndina strax í fyrsta leikhluta er þær leyfðu Keflavík ekki að skora nema 11 stig en staðan við lok leikhlutans var 11-22. Keflavík klóraði í bakkann í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 38-47. Þriðji leikhluti var æsispennandi og jafn en Valskonur tókst að halda aftur af sterku lið Keflavíkur og staðan fyrir fjórða leikhlutan var 54-65. Í fjórða leikhluta gerði Keflavík harða atlögu að því að komast yfir í þessum leik en það tókst ekki. Fyrsti ósigur Keflavíkur í vetur staðreynt og Valur er með 16 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir liði Hauka sem unnu sinn leik í kvöld.