Fyrir leikinn
England varð heimsmeistari 1966 en síðan hefur liðið tvisvar sinnum náð inn í undanúrslitaleiki HM, fyrra skiptið 1990 og svo nú síðast í Rússlandi 2018. Í Rússlandi tapaði liðið fyrir Króatíu sem svo varð að lúta í lægra haldi fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum. Englendingar hafa alls tíu sinnum náð inn í átta liða úrslit keppninnar í sinni sögu.
Síðan Senegal kom fyrst inn á HM 2002 hefur liðið upplifað allan tilfinningaskalann á mótinu. Þeir byrjuðu þátttöku sína á því móti með glimrandi sigri á Frökkum 1-0 en liðið komst í átta liða úrslitin það ár. Senegal náði ekki inn á HM 2006,2010 og 2014 og 2018 komst það ekki upp úr riðlakeppninni. Senegal varð í öðru sæti A-riðils á eftir liði Hollands sem þeir töpuðu fyrir 0-2 en þeir unnu Katar 3-1 og einnig Ekvador 2-1.
England og Senegal hafa aldrei áður mæst í keppnisleik fyrr en nú.
Fyrri hálfleikur
Þjálfari Englendinga Gareth Southgate gerði eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Wales í lokaleik riðlakeppninnar en Saka kom inn á í stað Marcus Rashford. Þjálfari Senegal gerði tvær breytingar á sínu liði en Mendy og Diatta komu inn í stað Papa Gueye og Gana Gueye.
England var mun meira með boltann í upphafi leiks en báðum liðum tókst að komast í góð færi en inn vildi boltinn ekki.
Senegal átti dauðafæri í leiknum á 22. mínútu er varnarmenn Englands gerðust sekir um slæm mistök. Ismaila Sarr átti gott skot er fór yfir mark Englendinga en Senegal vildi fá dæmda hendi á leikmann Englendinga en dómari leiksins hlustaði ekkert á það.
Senegal í dauðafæri eftir mistök í varnarleik Englendinga en það er Ismaila Sarr sem á lokaskotið pic.twitter.com/Yg3C9JdcFU
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
Senegal átti annað gott færi á 30. mínútu er Dia fær góða sendingu inn fyrir vörn Englands og á gott skot sem Pickford varði vel í marki Englands.
Senegal aftur í dauðafæri í þessum leik en það er Boulaey Dia sem á hér gott skot sem Pickford ver „Schmeichel varsla“ sagði Höddi í lýsingunni. pic.twitter.com/DPYilCmPck
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
Það var svo á 37. mínútu er Jordan Henderson nær að skora fyrsta mark Englands er Jude Bellingham nær að senda á hann eftir gott hlaup upp vinstri kantinn.
England er komið yfir í leiknum en það er Jordan Henderson sem skorar á 37. mínútu pic.twitter.com/MD5mKt81Tr
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
Annað mark Englands kom svo rétt fyrir lok fyrri hálfleiks er Harry Kane skoraði sitt fyrsta mark á þessu HM eftir góða sendingu frá Phil Foden.
Harry Kane skorar hér annað mark Englands rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Kane með sitt fyrsta mark á þessu HM pic.twitter.com/9GRcPJYuaw
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
England tryggir sér sæti í átta liða úrslitum
Seinni hálfleikur byrjaði mjög vel fyrir England sem skoraði sitt þriðja mark á 57. mínútu er Saka fær góða sendingu frá Phil Foden. Saka hér með sitt þriðja mark á þessu móti.
Saka með þriðja mark Englands á 57. mínútu eftir góða sendingu frá Foden pic.twitter.com/sshOug2Azn
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik og England tryggir sér sæti í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta heimsmeisturum Frakka laugardaginn 10. desember kl. 19:00