Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ekkja kjúklingamógúls selur 400 ára gamlan hring

04.12.2022 - 18:14
Mynd með færslu
 Mynd: Sotheby
Gullhringur sem fannst í skipsflaki Nuestra Señora de Atocha sem sökk í óveðri við strendur Flórída 1622 verður boðinn upp hjá Sotheby's í næstu viku. Ágóðinn rennur til mannúðarmála í Úkraínu.

Skipið var hlaðið gulli og gimsteinum. Talið er að um borð hafi verið um 40 tonn af gulli. Kjúklingamógúllinn Frank Perdue fjármagnaði leit að skipinu og eftir margra ára erfiði fundu kafarar verðmæti að andvirði 400 milljóna bandaríkjadala. Perdue fékk í sinn hlut gullhringinn skreyttum smaragði og gaf eiginkonu sinni Mitzi. Eftir að hafa farið til Úkraínu og séð með eigin augum þjáningar fólksins mundi hún eftir steininum. Hin 81 árs gamla Mitzi ákvað að selja hringinn og láta andvirðið renna til fólksins í Úkraínu. Uppboðsfyrirtækið metur hringinn á 50 til 70 þúsund dala sem jafngildir allt að 10 milljónum íslenskra króna.

Arnar Björnsson