Kroppað í þjónustu hér og þar
92 tillögur til að hagræða í rekstri borgarinnar voru samþykktar í borgarráði í gær.
Skorið verður niður víða - meðal annars er lagt til að fækka sýningum í Listasafni Reykjavíkur, stækka svæði og hækka bílastæðagjald og sytta opnunartíma félagsmiðstöðva.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir tillögurnar bitna á nærþjónustu og þeim sem síst skyldi. Það skapi vandamál en ekki lausnir.
„Það er ekki talað um hvernig á að vinna gegn ójöfnuði og byggja fyrir þau sem eru í neyð. Það sem við þurfum að skoða er að tryggja hér grunnþjónustu. Það er okkar hlutverk og þegar ég skoða þetta út frá stöðu barna þá get ég ekki séð að það sé verið að verja aðstæður þeirra eða bæta þær,“ segir Sanna.
„Það er verið að kroppa í þjónustu hér og þar sem bitnar á hinum almenna íbúa og bitnar allra mest á þeim sem að geta síst greitt fyrir þetta.“