Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sóttvarnaaðgerðir mildaðar í Kína

01.12.2022 - 08:53
epa10338411 An elderly woman wearing a face mask walks past a volunteer health worker in Beijing, China, 30 November 2022. According to the National Health Commission, China has reported 37,828 new COVID-19 cases on 29 November, slight drop than a day earlier, of which 1,282 new locally transmitted cases were detected in Beijing, as the country continues to contain outbreaks in several cities such as Guangzhou and Chongqing in the south.  EPA-EFE/WU HAO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kínversk stjórnvöld boðuðu í gær afléttingu sóttvarnaaðgerða víða um landið, eftir hörð mótmæli síðustu daga. Harðar aðgerðir sem áttu að koma í veg fyrir að COVID-19 breiddist út hafa ekki gengið sem skyldi og íbúar hafa mótmælt þeim af mikilli hörku.

Sun Chunlan, varaforseti og sá embættismaður sem hefur stýrt viðbragði stjórnvalda við kórónuveirunni, segir að í ljósi þess að omíkron-afbrigði veirunnar smitist ekki jafn hratt, hversu margir eru bólusettir og reynslunni af aðgerðum stjórnvalda sé kominn tími á nýja stefnu. Frá þessu greindi hún á fundi með heilbrigðisstarfsmönnum í gær. 

Útgöngubanni var aflétt í 24 hverfum í Sjanghæ í dag, sem hingað til hafa verið metin há-áhættusvæði. Í gær var hið sama gert í 11 hverfum í Guangzhou, þrátt fyrir fjölda tilfella í báðum borgum. Svipaðar fregnir hafa heyrst frá fleiri borgum þar sem íbúar hafa rofið útgöngubann.

Þrátt fyrir afléttingu aðgerða fara yfirvöld síður en svo mildari höndum um mótmælendur. Þeir sem mótmæltu á götum úti eru að sögn Guardian margir hverjir eltir uppi af lögreglu og handteknir.