Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Marokkó í 16 liða úrslit í fyrsta sinn í 36 ár

epa10332604 Moroccan players Hakim Ziyech (C-L) and Achraf Hakimi (C-R) celebrate after winning the FIFA World Cup 2022 group F soccer match between Belgium and Morocco at Al Thumama Stadium in Doha, Qatar, 27 November 2022.  EPA-EFE/Georgi Licovski
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Marokkó í 16 liða úrslit í fyrsta sinn í 36 ár

01.12.2022 - 17:00
Marokkó er komið í 16 liða úrslit á HM í fótbolta í fyrsta sinn í 36 ár. Marokkó vann Kanada 2-1 í lokaumferð F-riðils og tryggði toppsæti riðilsins. Króatar urðu í 2. sæti riðilsins.

Hakim Ziyech kom Marokkó yfir strax á 4. mínútu eftir skógarhlaup Milan Borjan markvarðar Kanadamanna. Youssef En-Nesyri jók forystu Marokkó í 2-0 korteri síðar. Kanadamenn minnkuðu muninn í 2-1 fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Fyrirgjöf Sam Adekugbe fór í Nayef Aguerd og af honum í eigið mark. Það reyndist vera hundraðasta mark mótsins í Katar.

Kanadamenn höfðu ekki að neinu að keppa en reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en mörkin urðu ekki fleiri. Kanadamenn halda því heim og geta byrjað að hlakka til næsta heimsmeistaramóts þar sem þeir verða gestgjafar ásamt Bandaríkjunum og Mexíkó.

Marokkó komst síðast í útsláttarkeppni HM árið 1986.