Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kólnar hægt næstu daga

01.12.2022 - 07:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Í dag verður sunnanátt, víða 10 til 18 metrar á sekúndu en hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig. Á morgun verður aðeins hægari vindur en áfram skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu, segir í pistli frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.

Dregur úr úrkomu seinnipartinn á morgun en kólnar, hiti 0 til 5 stig annað kvöld. Öflug hæð verður yfir landinu um helgina. Það verða hægir vindar, bjart með köflum og þurrt að mestu. Það kólnar hægt, hiti víða um frostmark seint á sunnudag.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV