Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Japan og Spánn í 16 liða úrslit

epa10342763 Ritsu Doan (L) of Japan celebrates with teammates after scoring the 1-1 during the FIFA World Cup 2022 group E soccer match between Japan and Spain at Khalifa International Stadium in Doha, Qatar, 01 December 2022.  EPA-EFE/Neil Hall
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Japan og Spánn í 16 liða úrslit

01.12.2022 - 21:01
Japan tryggði sér efsta sætið í E-riðli með óvæntum 2-1 sigri á Spánverjum á HM í fótbolta í kvöld. Japan og Spánn fara áfram í 16 liða úrslit á kostanað Þýskalands og Kosta Ríka sem sitja eftir.

Spánverjum dugði jafntefli til að komast í 16 liða úrslit en Alvaro Morata kom yfir á 11. mínútu. Spánverjar voru 83% með boltann í fyrri hálfeik en þeir náðu aðeins þremur skotum á mark og staðan í hálfleik var 1-0. 

En Japanir komu af fítonskrafti til síðari hálfleiks og Ritsu Doan jafnaði fyrir þá á 49. mínútu. 142 sekúndum síðar skoraði Ao Tanaka fyrir Japan af stuttu færi mark sem upphaflega var dæmt af þar sem talið var að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínu áður en Kaoru Mitoma gaf boltann fyrir markið. En VAR skoðun leiddi í ljós að einhver lítill hluti boltans hafi enn verið á endalínunni svo markið fékk að standa og Japanir voru allt í einu komnir yfir 2-1.

Í hinum leiknum komst Kosta Ríka yfir gegn Þýskalandi 2-1 sem þýddi að Spánverjar kæmust ekki áfram. En jöfnunarmark Þjóðverja setti Spánverja upp fyrir Kosta Ríka í annað sæti riðilsins. Staða Spánverja breyttist ekki þegar Þjóðverjar komust yfir í 3-2 og 4-2. Þjóðverjar hafna í 3. sæti riðilsins með fjögur stig, jafnmörg og Spánn sem er með betri markatölu.

Þar með er ljóst að Spánverjar mæta Marokkó í 16 liða úrslitunum á þriðjudaginn og Japanir mæta Króatíu á þriðjudag.